á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
Jæja þá eru jólin að renna sitt skeið. Já og Kertasnýkir á leiðinni heim eftir að hafa dvalið í borgum og bæjum í 13 daga. Þegar þetta gerist allt saman er það bara hinn marglitaði hversdags dagur sem kemur í staðinn. Þannig er það nú. Þetta skall svo sem allt saman á mig á mánudaginn þegar ég fór og náði í ritgerðaspurninguna sem ég þurfti að svara. Í dag kl.10 var síðasti skiladagur. Þannig að það er1 búið og 3 eftir. Næsta próf er svo á mánudaginn. Það er þegar búið að segja við mig að maður sé nú ekki heimskur þó að maður falli í því fagi, því að það falla flest allir. Jamms minna en 10% ná. Við Berglind ætlum nú að ná þessu prófi. Þegar að nýtt ár hefst þá er það mjög oft gert að fólk ákveður að gera eitthvað betur eða hætta einhverjum ávananum. Ég held að mitt heiti sé að ná prófunum í ár, vera duglegri að blogga og skrifa e-mail til vina og vandamanna og vera dugleg að nota fjallahjólið mitt. Ég held að þetta sé raunsæ markið sem ég gæti staðið við. En nóg um þetta í bili. Ég er að fara hitta hana Berglindi og reikna gróða, rentur og fleirra skemmtilegt. Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|